Samningurinn ógiltur

Punktar

Hefðbundið er, að forstjórar undirriti samninga með fyrirvara um samþykki stjórnar. Hanna Birna gerði það ekki, en er samt háð vilja alþingis. Samdi við Reykjavík um frestun á flutningi flugvallar og um sölu á landinu undir byggð. Að undirlagi Vigdísar Hauksdóttur neitaði alþingi að samþykkja þennan gerning. Er því ógildur. Ríkið neitar að selja borginni landið. Reykjavík fer því líklega sínu fram, flýtir brottvísun flugvallarins samkvæmt fyrra plani. Hver hangir á sínu roði, því að Vigdís er töffari með aðkenningu af fasisma. Reynslan segir mér, að töffararnir ráði, en alls ekki Hanna Birna.