Samið um landráð

Punktar

Fyrirhugaðir fríverzlunarsamningar Bandaríkjanna og Evrópusambandsins, stundum kallaðir TISA og TTIP, mæta sívaxandi andspyrnu í Evrópu. Fólk sér fordæmið í NAFTA, fríverzlunarsamningi Norður-Ameríku. Í kjölfar hans reistu bandarísk risafyrirtæki skaðabótakröfur gegn Kanada vegna náttúruverndar, neytendaverndar og almennra mannréttinda. Þessir samningar gera nefnilega allir ráð fyrir, að risafyrirtæki fái réttarstöðu þjóðríkja. Mikil leynd hvílir á samningunum og leynidómstólum þeirra. Í fáum orðum sagt er öll sú vinna hrein geðveiki frá A til Ö. Íslenzkur sendifulltrúi tekur þátt í landráðunum. Sjá grein í SPIEGEL.