Samherji rústar fátæka

Punktar

Þorsteinn Már Baldvinsson lætur Samherja stunda stjórnlausa ofveiði við Vestur-Sahara í skjóli hernámsríkisins Marokkó. Siðblindur eigandi Moggans og Sjálfstæðisflokksins brýtur með þessu alþjóðalög og rænir matnum frá fátækum fiskimönnum í Vestur-Sahara. Þarna stundar Þorsteinn skefjalausa rányrkju í þriðja heiminum. Á sama tíma tekur hann áhafnir fiskiskipa og heilu plássin á Íslandi í gíslingu til að tefja þjóðareign íslenzkra auðlinda. Í alvöru þjóðfélagi sæti Þorsteinn á Litla-Hrauni. Í staðinn rífur hann stólpakjaft og gerir út Morgunblaðið og Sjálfstæðisflokkinn til að vernda hagsmuni sína.