Samfylkingin svíkur

Punktar

Ef grænir listar fá 40% atkvæða í þingkosningunum í vor, mun Samfylkingin taka leiðsögn gegn Kárahnjúkavirkjun. Að öðrum kosti mun hún semja við Sjálfstæðisflokkinn um framhald virkjunarinnar. Fylgi við Samfylkinguna er nákvæmlega ekkert lóð á vogarskál náttúruverndar. Hún sveik landið, þegar Kárahnjúkavirkjun var samþykkt og hún mun svíkja það aftur. Og aftur, af því að slíkt er eðli miðflokka, arfur frá Alþýðuflokknum. Landráðamenn Samfylkingarinnar munu ekki kjósa rétt fyrr en fólkið stillir þeim upp við vegg í kosningum og skipar þeim að gera það.