Samfylkingin í blakkáti

Punktar

Samfylkingin ráfar um pólitík eins og róni í blakkáti. Kannanir sýna stuðning fólks við velferð. Varla mælist fylgi við einkarekstur í heilsugeiranum. Á sama tíma er Samfylkingin á flótta undan gömlum stefnumálum. Heldur, að gósenlandið sé að finna í nýfrjálshyggju. Ætlar seint að losna undan dáleiðslu Tony Blair stríðsglæpamanns. Stefnuskrá flokksins og ræður þingmanna fikta við tilraunir í einkavæðingu heilbrigðismála. Ráfa þar í fótspor Bjartrar fortíðar. Hvaða fylgi er Samfylkingin að sækjast eftir yzt af hægri jaðrinum? Hún er þar alveg í sama rugli og brezki Labour, sem skilur alls ekki fylgi fólksins við Jeremy Corbyn.