Samfélagið skrimtir enn

Punktar

Hálft ár er liðið frá hruninu, þar af fjórir mánuðir undir vanhæfri stjórn. Mesta furða er, að enn skuli samfélagið skrimta. Bankar eru opnir, plast er enn gildur gjaldmiðill. Sárafáar fjölskyldur eru formlega komnar á hausinn. Gjaldþrot fyrirtækja eru sárafá fyrir utan byggingaðinað. Sá atvinnuvegur hefur löngum verið sveiflukenndur. Meðalfyrirtækið er einn meistari með nokkrum samstarfsmönnum, sem koma og fara. Á yfirborðinu er hér allt með felldu. Við vitum, að margt er skrítið, en sum okkar höfum áður lifað við tvöfalt gengi. Undir niðri krauma vandræðin, en kaffi er enn á Segafredo.