Sál Grindavíkur seld

Punktar

Hreppsnefnd Grindavík hefur leyft bófum HS Orku að eyðileggja Eldvörp, einstætt náttúruundur Reykjanesskagans. Ofan í heimsundrinu verða sléttaðir nokkrir 4000 fermetra borpallar. Þetta kynngimagnaða svæði er sennilega það, sem græðgislið Grindavíkur kallar „Reykjanes Geopark“. Kannski má selja túristum inn á svæðið sem sýnishorn af hamslausri græðgi þorpsbúanna. Og græða á sjálfri græðginni. Skipulagsstofnun gaf þessari fyrirætlun neikvæða umsögn, taldi ekki rétt að raska þessu sérstæða jarðgufusvæði. En Grindvíkingar höfðu þær ordrur að engu. Það eru fleiri en Illugi Gunnarsson ráðherra, sem hafa selt HS Orku sál sína.