Í stað jólabóka hef ég verið að lesa reyfara, skrifaða af sagnfræðingum. Nákvæmni í smáatriðum sagnfræðinnar einkennir þá alla. Afkastamestur og nokkuð góður er Paul Doherty, sem skrifar mest um 3500 ára gamla atburði í Egyptalandi, en einnig um 2000 ára gamla atburði í Róm. Beztur er Jason Goodwin, sem skrifar um 200 ára gamla atburði í Miklagarði. Leynilöggan þar er geldingur með túrban. Mér fannst líka gaman að lesa Peter Tremayne, sem skrifar um rúmlega 1300 ára gamla atburði á Írlandi. Slakur var hins vegar Steven Saylor, sem skrifar langt mál um 2000 ára gamla atburði í Róm.