Saga um byggðastefnu

Hestar, Punktar

Fyrst duttu út Skógarhólar og Hólar í Hjaltadal sem landsmótsstaðir hestamanna, síðan Melgerðismelar og núna Vindheimamelar. Kröfur um aðstöðu sliguðu fámenna staði. Eftir stóðu fjölmennu félögin, á Hellu og einkum á höfuðborgarsvæðinu. Þar er aðstaða fín og hægt að halda slík risamót án sligandi kostnaðar við framkvæmdir. Á móti kraumaði svo andstaða strjálbýlis gegn uppgangi þéttbýlis. Þetta klauf samtök hestamanna. Útkoman var sátt um að halda næsta landsmót á Hólum og láta skattgreiðendur borga aðstöðu, sem þar vantaði. Það tókst, undir yfirskini háskóla í hestamennsku á Hólum. Allir sáttir? Skattgreiðendur hvað?