Óskabörn þjóðarinnar eru feðgar tvennir. Einir feðgarnir eiga Landsbankann og hinir áttu Glitni. Ást þjóðarinnar á feðgum þessum hefur sjaldan átt sér nein takmörk. Feðgarnir hafa þakkað fyrir sig með því að skilja báða banka eftir gjaldþrota. Ekki bara gjaldþrota á venjulegan hátt eins og almennir aumingjar. Heldur með skuldum, sem eru margfaldur allur þjóðarbúskapurinn. Með hliðsjón af gamalli ást þjóðarinnar á þessum tvennum feðgum er ljóst, að samúðar er þörf. Er ekki hægt að fá Rauða krossinn til að hefja almenna söfnun í þágu feðganna tvennra? Svo að þeir megi halda einkaþotunum.