Hallgrímur Snorrason hagstofustjóri er að fara til Eritreu. Hann segir í Mogganum: “Sæmilegt ástand er þarna núna.” Heppilegt er fyrir Hallgrím að vera ekki blaðamaður. Þar er nefnilega dauðasök að vera blaðamaður. Frá árinu 2001 hefur blaðamennska verið bönnuð. Flestir hafa verið drepnir, en fimmtán eru taldir vera á lífi í fangelsum. Líklega er Eritrea versta land í heimi fyrir blaðamenn og er raunar með minnst mannréttindi. Hallgrímur blaðrar því um pólitískt ástand, sem hann hefur ekkert vit á. Kannski hann vildi vera svo vænn að kvarta, þegar hann hittir vini sína þar í kerfinu.
