Sæluríki hanastélanna

Punktar

Kosturinn við skipun Árna Þórs Sigurðssonar í embætti sendiherra er að losna við hann af þingi. Löngu fyrir daga þessarar ríkisstjórnar var ljóst, að Árni Þór var þreyttur á hugsjónastússi. Hafði fundið lykt af peningum fyrir ekkert í sparisjóðasvindlinu, þegar hann seldi stofnfjárbréfin í Spron. Beið eftir þægilegri innivinnu hjá ríkinu með risnu og ferðum. Dæmigerður fjórflokks-þingmaður, sem er á þingi bara fyrir sjálfan sig. Loksins kom tækifærið. Ríkisstjórnin þurfti slæðu til að breiða yfir skipan Geirs og forðast reiði VG. Katrín mjálmar mildilega og Árni Þór smýgur inn í sæluríki hanastélanna.