Sæluhúsmúli

Frá Húsavík að Sæluhúsmúla á Reykjaheiði.

Um skeið var þetta bílvegurinn yfir í Kelduhverfi, áður en lagður var góður vegur fyrir Tjörnes. Frægar draugasögur eru sagðar af sæluhúsinu gamla undir Sæluhúsmúla. Þar réðst draugur ítrekað á ferðamann og orti: “Enginn bjó mér aumum skjól / úti á dauðans hjarni, / bjóst eg þá í klaka-skjól. / Komdu með mér, Bjarni.” Bjarni svaraði þá: “Sjáðu mig þá aldrei í friði, andskotans karlinn.” Hvarf þá draugurinn. Hér gerðist þjóðsagan um Öxfirðinginn með atgeirinn. Mætti ísbirni á heiðinni og varðist honum með atgeirnum. Nokkru síðar mætti hann Reykdælingi og lánaði honum atgeirinn til að verjast birninum. Þegar björninn sá atgeirinn, lét hann Reykdælinginn í friði, en tók á rás á eftir Öxfirðingnum og drap hann í Varnarbrekkum. Mottó: Aldrei gera öðrum greiða.

Förum frá Húsavík. Farið er með bílvegi alla leiðina. Förum fyrst upp brekkurnar suðaustur frá bænum, sunnan við Botnsvatn, upp á Grjótháls og síðan sunnan við Höskuldarvatn. Þaðan förum við austur um Hellur og Grísatungur að suðurhorni Sæluhúsmúla.

17,7 km
Þingeyjarsýslur

Skálar:
Sæluhúsmúli: N65 57.686 W17 02.070.

Jeppafært

Nálægir ferlar: Þeistareykir, Keldunsheiði.
Nálægar leiðir: Höskuldsvatn, Spóagil, Bláskógavegur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort