Samningamenn Íslands hafa ekki vit á samningum við heimsveldi. Þeir munu nú gera samning við Bandaríkin um einhverja framvindu óbeinna varna á Íslandi, væntanlega gegn auknum stuðningi Íslands við hryðjuverkin í Írak. Um leið og blekið þornar á samningnum, byrja Bandaríkin að svíkja hann. Þau gera það, af því að það er bandarísk stefna að svíkja samninga. Stjórnvöld þar á bæ telja alla samninga milli ríkja vera marklausa. Þau geti einhliða og fyrirvaralaust hætt að fara eftir þeim. Ísland er eina land heimsins, sem enn trúir á samninga við Bandaríkin.
