Sælingsdalur

Frá Sælingsdalstungu um Sælingsdal að Skeggaxlarskarði.

Rétt innan við Sælingsdal eru gamlar tóftir, sem kallast Bollatóftir. Þar vó Helgi Harðbeinsson Bolla Þorleiksson í hefndarskyni fyrir víg Kjartans Ólafssonar. Í Sælingsdalstungu var löngum höfuðból. Þar bjó Snorri goði Þorgrímsson eftir að hann flutti frá Helgafelli. Þar bjuggu síðar afkomendur Snorra lögmanns Þórðarsonar. Lengi var hún í ætt Lofts hirðstjóra Ormssonar. Guðrún Ósvífursdóttir bjó að Laugum í Sælingsdal. Þar er sú hin fræga laug, sem var miðstöð félagslífs í Hvammssveit og Saurbæ að fornu. Hún hefur nú verið endurbyggð.

Förum frá Sælingsdalstungu norðvestur Sælingsdal um Ránarskriðu og Ránarvelli að bænum Sælingsdal og þaðan til norðvesturs fyrir austan Skálatind. Norðan Skálatinds er leið norður á Sælingsdalsheiði til Staðarhóls. En við förum áfram vestur dalbotninn og um Merkjahrygg vestur og upp í Skeggaxlarskarð. Frá Skeggaxlarskarði eru margar leiðir í ýmsa dali.

12,1 km
Snæfellsnes-Dalir

Nálægar leiðir: Skeggaxlarskarð, Sælingsdalsheiði, Villingadalur, Hvarfdalur, Búðardalur, Hvammsdalur, Hólafjall, Hvammsá, Náttmálahæðir, Skothryggur, Flekkudalur, Þverdalur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Jónas Kristjánsson