Sæðið að klárast

Punktar

Nýjasta heimsendaspáin felst í, að sæðisframleiðsla karla hafi rýrnað um helming á 40 árum Vesturlanda. Frá þessu þrumuskoti er sagt í Guardian og víðar. Með sama framhaldi verða vestrænir karlar orðnir næsta sæðislausir eftir hálfa öld. Þar með fer mannkynið að deyja út, jörðinni og lífríki hennar til heilla. Ekki er upplýst, hvað veldur þessum happafeng, né hver áhrifin verða. Hugsanlega verða konur búnar að koma sér upp sjálfsæðingu með hjálp lífræns viðhengis, sem kæmi í stað karls. Það mætti kallast jafntefli milli kvenna og jarðar. Karlar hafa jafnan verið til vandræða. Slást, lykta af bjór, ljótir ásýndar og karlrembdir.