Saddam var drepinn

Punktar

Saddam Hussein var vondur karl, þótt hann kæmist ekki með tærnar, þar sem George W. Bush og Tony Blair hafa hælana. Hann var einn af mörgum þrjótum, sem komust til valda með stuðningi Bandaríkjanna. Hann var studdur til að hrella nágranna í Íran. Réttarhöldin yfir honum voru skrípaleikur og dauðadómurinn utan við evrópskt siðferði. Stjórn Saddams var vond, en verri er núverandi stjórn Bandaríkjanna og Breta og leppa þeirra. Hryllingurinn í Írak er meiri en var hjá Saddam. Ekkert réttlæti verður, fyrr en Bush og Blair verða líka dæmdir fyrir glæpi sína.