SÁÁ mega passa sig

Punktar

Ég ber mikla virðingu fyrir SÁÁ og einkum Þórarni Tyrfingssyni, sem lengst af var formaður samtakanna og talsmaður. Svo var einnig í of skammri formannstíð Gunnars Smára. Þetta eru með merkustu samtökum landsins. Með Arnþóri Jónssyni er hins vegar hlaupin skrítin kergja í samtökin. Arnþór svarar spurningum um skóla SÁÁ seint og illa. SPYR á móti fyrir hvern sé spurt og hvers vegna. Vill greinilega ekki svara og kemur ruddalega fram í tölvupósti. Samtökin þurfa að fá sér skárri formann eða að minnsta kosti nýjan talsmann. Hættulegt er fyrir svona samtök að lenda í höndum á reiðum hrokagikki. Þurfa vináttu almennings.