Sá fylgislausi hótar

Punktar

Fylgi Framsóknar er fallið niður í 6,4%, sögulegt lágmark. Jafnframt er fylgi ríkisstjórnarinnar 32%, á svipuðum slóðum og það hefur verið misserum saman. Svo notuð séu orð Bjarna Benediktssonar, þegar seig á ógæfuhliðina hjá Jóhönnu: „Er ekki kominn tími til að skila lyklunum?“ Í stað þess að fylgislaus Sigurður Ingi Jóhannsson segi af sér, vill hann heyja stríð út af stjórnarskránni. Vill spilla fyrir stjórnarskrá fólksins með því að leggja fram þriggja paragraffa ræfil. Sem ætlað er að hindra fulla auðlindarentu þjóðarinnar af greifunum, sem sitja einir að auðlindinni. Að öðrum kosti mun hann neita að efna loforð um haustkosningar.