Rústir Ragnheiðar

Punktar

Ragnheiður Elín Árnadóttir var lélegasti ráðherra sögunnar. Kom engu í verk. Sem ferðamálaráðherra tönnlaðist hún á náttúrupassa, þótt allir aðilar vildu aðra fjármögnun ferðamála. Á endanum bjó hún til nýtt apparat, Stjórnstöð ferðamála, sem rakst á við Ferðamálastofu. Hin litla og lélega stjórnsýsla varð hálfu umfangsmeiri, þegar tvær stofnanir áttu að vinna sama verk. Rákust sífellt á. Ríkiendurskoðun kvartaði ítrekað yfir þessum fáránlegu vinnubrögðum Ragnheiðar. Ríkisendurskoðandi segir: „Hún er sett á laggirnar fyrir utan allt laga- og regluverk um ferðamál. Það er ekki sérlega góð stjórnsýsla.“