Rústa velferð og innviðum

Punktar

Eftir landsfund bófaflokksins er ljóst, að hann viðurkennir þá einbeittu stefnu að rústa heilsu, húsnæði, vegum og skólum landsins. Í komandi neyðarástandi verði svo óhjákvæmilegt að einkavæða í þessum geirum. Í því skyni vill flokkurinn lækka ríkisútgjöld úr tæplega 50% landsútgjalda í 35%. Einkavæðing hefur víða verið prófuð í nágrannalöndum, alls staðar með skelfilegum kostnaði og lakari þjónustu. Til dæmis lestirnar í Bretlandi. Á leiðarenda blasir við rof á samfélaginu, þar sem hinir ríku borga sig fram fyrir í biðröðum um þjónustu. Til þessa glæps nýtur bófaflokkur þjófræðisins stuðning Framsóknar og svonefndra Vinstri grænna.