Skilyrði Rússa fyrir gjaldeyrisláni verða mun mildari en skilyrði Alþjóða gjaldeyrissjóðsins. Skilyrði Rússa verða ekki pólitísk, en skilyrði Sjóðsins verða þrælpólitísk. Þau koma beint úr hjarta frjálshyggjunnar. Fela í sér, að við borgum allt, sem Gordon Brown rukkar. Sem er fráleitt. Ef Ísland fær gjaldeyrislán frá Rússum ber Geir að setja í frost ráðagerðir um að greiða nokkrar bætur til Bretlands. Gordon Brown setti Kaupþing á hausinn, beitti okkur hryðjuverkalögum, frysti tekjur íslenzkra fiskveiða. Við getum til viðbótar þurft að semja við Rússa um vöruskipti. Væri flott.