Rúnaristur væringja

Ferðir

Á marmarahandriði innansvala Ægisifjar í Miklagarði eru norrænar rúnaristur. Þær eru fámæltar, önnur segir “Hálfdan var hér” og hin segir “Ari var hér”. Væringjum í lífverði keisarans hefur leiðst að hlýða messu í höfuðkirkju grísks rétttrúnaðar. Meira leiddist væringjum í Píreus, þegar þeir ristu á makka marmaraljóns: “Ásmundur risti þessar rúnir með Ásgeiri og Þorleifi að ósk Haralds háa, þótt Grikkir hafi bannað það. Þessir menn og Haraldur hái lögðu háar sektir á Grikki vegna uppreisnar. Dálkur er fanginn í fjarlægum löndum og Egill er í herferð með Ragnari til Rúmeníu og Armeníu.” Ljónið er nú við inngang skipasmíðastöðvar Feneyjaflotans. Mannkynssaga í hnotskurn.

VenetianLion Hagia-Sofia