Rukkað verði fyrir ríkisábyrgð

Punktar

Eðlilegt er, að ríkið taki prósentur fyrir ríkisábyrgð. Hún leiðir til, að fyrirtæki og stofnanir fá lán, sem annars fengjust ekki. Eða lán með lægri vöxtum en annars fengjust. Áþreifanleg verðmæti felast því í ríkisábyrgð. Öll fyrirgreiðsla, sem ríkið veitir bönkum, á að vera gegn prósentum eða gjaldi. Ríkisábyrgð á innistæðum ætti aðeins að veita gegn gjaldi. Lilja Mósesdóttir mælti með gjaldtöku fyrir ríkisábyrgð. Hún ætti að flytja um það frumvarp, sem Alþingi ber að samþykkja. Allt of lengi hefur ríkið verið þolandi krafna um ríkisábyrgð á orkuverum og ýmsum dellum gróðafíkla.