IceSave samningurinn hefur ruðningsáhrif. Hann þyngir byrði ríkisins af skuldum og ábyrgðum. Þannig lækkar hann lánshæfismat ríkisins og neyðir það til að greiða hærri vexti en ella. Þetta hefur áhrif á stöðu skuldsettra fyrirtækja hins opinbera, svo sem Landsvirkjunar og Orkuveitunnar. Skuldir þeirra kunna hreinlega að verða gjaldfelldar. Að minnsta kosti hækka vextir af lánum, sem þessi fyrirtæki verða að taka vegna framkvæmda fyrir stóriðju. Þau var áður illa arðbær, jafnvel niðurgreidd, og verða enn síður arðbær í kjölfar þessa. Við þurfum að fara afar varlega í öllu, sem eykur skuldir.
