Róttæka miðjan

Punktar

Góð pólitík er að vera róttæk/ur en íhald hvorki til hægri eða vinstri. Velja bara þá leið, sem samkomulag er um, að sé til bóta hverju sinni. Vera síðan nógu fljót/ur til að velja enn betri leið, þegar hún birtist. Ég kalla slíkt róttæka miðju. Það eru píratar. Stefna þeirra er byggð frá grunni á fundum í grasrótinni. Í kosningunum buðu þeir heilsteypta framfarastefnu. Hvorki sósíal né kapítal. Bar af kerfisflokkum til vinstri og hægri. Náði ekki fram að ganga, því að þjóðin er íhald. Hallar sér að þeim kvalara, sem hún er vönust. Það er bófaflokkurinn, sem heitir Sjálfstæðisflokkurinn. Sem magnar misrétti stétta og hirðir þjóðarauðinn.