Rótleysi og hefðarskortur

Punktar

Bjarni Benediktsson segir pírata vera of rótlausa. Svipað segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, sem segir þá ekki fylgja hefðbundnum gildum þjóðfélagsins. Þeir tveir silfurskeiðungar eiga við það sama. Vilja, að nýir flokkar rótist og rýti við sömu trog spillingar og hefðbundnir flokkar hafa gert. Vilja, að nýliðarnir séu útreiknanlegir, svo að semja megi við þá um tilhliðranir í þágu auðgreifa. Allt tal silfurskeiðunga er markað þeirri staðreynd, að þeir telja sig eiga þjóðfélagið með húð og hári. Hafni fólk spillingu bófaflokkanna, er það kallað rótlaust og sambandslaust við hefðina. Segir mikið um Bjarna og Sigmund Davíð.