Römm er sú taug

Punktar

Óttast, að fylgi bófaflokksins verði meira en skoðanakannanir sýna. Hefur lag á að ná inn vafagemlingum á síðustu stundu. Fólk er orðið svo vant fjárhagslegum misþyrmingum, að það er farið að njóta þeirra. Römm er sú taug, er rekka dregur ræningjatúna til. Vonandi verður sveiflan ekki svo römm, að bófarnir komist í meirihluta í borgarstjórn. Við þurfum að þroskast nógu vel til að hindra aðkomu Sjálfstæðisflokksins. Flokkur undir stjórn fjárglæframanns má ekki koma öðrum fjárglæframanni í stól borgarstjóra. Bezta hindrunin er að efla fylgi Pírata og sósíalista. Búið er að kollvarpa verkalýðsgreifum og bara bófaflokkurinn eftir.