Rjúpnafell

Frá Bjarnalækjarbotnum á Gnúpverjaafrétti í Leppistungur á Hrunamannaafrétti.

Þessi leið tengir saman leiðir á afréttum Gnúpverja, Skeiðamanna, Flóamanna og Hrunamanna. Liggur frá Þjórsá til Hvítár.

Förum frá skálanum í Bjarnalækjarbotnum beint norðvestur að Eystra-Rjúpnafelli og tökum stefnu í það norðanvert og förum yfir Fellakvísl, sem er efri hluti Dalsár. Þegar við nálgumst fellið, förum við suður fyrir það og norðan við Rjúpnafellsvatn. Síðan áfram suður fyrir Vestra-Rjúpnafell og fyrir norðan Grænavatn, þar sem við komum á dráttarvélaslóð. Henni fylgjum við norðvestur að jeppaslóð milli skálanna í Leppistungum og Klakki. Fylgjum þeirri slóð skamma leið yfir Fúlá og síðan út af slóðinni til vesturs meðfram Stóra-Leppi að sunnanverðu og loks vestur fyrir fjallið að Leppistungum.

23,2 km
Árnessýsla

Skálar:
Bjarnalækjarbotnar: N64 24.833 W19 09.826.
Leppistungur: N64 31.933 W19 29.046.

Nálægir ferlar: Kóngsás, Fjórðungssandur, Fitjaásar, Hrunamannaafréttur, Miklumýrar.
Nálægar leiðir: Tjarnarver.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort