Rjúkandi ráð Geirs

Punktar

Ekki veit ég, hvort Geir Haarde hugsar. Aðra stundina segir hann fjármál þjóðarinnar vera alvarleg. Hina stundina segir hann ekki ástæðu til að gera neitt. Hvers slags geðhvörf eru þetta? Hann fær til sín hvern hópinn á fætur öðrum. Menn koma í skyndingu til borgarinnar til að leggja sitt af mörkum. Sumir vinna heimavinnuna sína og koma með fullmótaðar tillögur. Hann lætur þetta fólk ekki fá neitt að vita um stöðu mála. Kinkar bara kolli og brosir eins og Búdda í jóga. Svo eru þeir reknir út og næsta hópi smalað inn. Ég held hann viti ekki sitt rjúkandi ráð. Misvísar út í eitt.