Ritstjórn fellur niður

Fjölmiðlun

“Lögmaður hissa á áfrýjun” segir fyrirsögn á ruv.is. “Lögmaður gagnrýnir Glitni fyrir að áfrýja dómnum í New York” segir fyrirsögn á eyjan.is. Sérkennilegar fyrirsagnir á lítt merkri frétt um, að verjandi í dómsmáli sé ósáttur við áfrýjun sækjanda. Fyrirsagnirnar gefa hins vegar í skyn, að einhver lögspekingur hafi grundað málið og komizt að þessari niðurstöðu. Önnur hver frétt á vefnum er fréttatilkynning frá hagsmunaaðila. Stafar áreiðanlega af vaxandi fátækt fjölmiðla, samdrætti í mannahaldi þeirra og tilheyrandi óðagoti á ritstjórn. Prófarkalestur og ritstjórn falla niður.