Ritstjórinn og borgarstjórinn

Punktar

Boris Johnson er ritstjórinn, sem eyðilagði The Spectator 1999-2005. Ég las þá stundum blaðið í flugi og þótti það lélegt. Rökhyggja var lítil. Eins og leikskóli fyrir verðandi frjálshyggjumenn. Boris þroskaðist aldrei upp úr Eton. Nú er hann kominn á þing og hyggst verða borgarstjóri í London. Þar er fyrir Ken Livingstone, sem frægur er af óhlýðni við Verkamannaflokkinn. Ken tókst það, sem enginn annar hefði þorað. Að draga úr umferðarþunga í borginni með aðgangseyri á ökumenn. Ken er einn merkasti borgarstjóri í heimi. Mesta hirðfíflið úr stétt ritstjóra mun ekki velta honum úr sessi.