Ritskoðun Möllers og Katrínar

Fjölmiðlun

Kristján Möller flytur fyrsta mál ritskoðunarnefndar Katrínar Jakobsdóttur. Alþingi samþykkir ritskoðunarlög hennar á næstu vikum. Fyrsta mál á dagskrá er sú ósvinna blaðamanna að kalla vegatoll vegatoll. Kristján upplýsir, að vegatollur sé ekki vegatollur, heldur notendagjald. Orðaval fjölmiðlunga grefur undan notendagjaldinu og æsir upp snarruglað Félag bifreiðaeigenda. Það hefur misvísandi framsetningu og rangtúlkar allt, að því er Kristján segir. Passlegt verkefni fyrir hina nýju nefnd Katrínar Jakobsdóttur, sem á að ritskoða vonda fjölmiðla. Hugtakasmiðurinn hangir nú þegar á húninum.