Risaskref til auðræðis

Punktar

TISA samkomulag Vesturlanda á að flytja vald frá ríkjum til risafyrirtækja. Dómsvald í málum risafyrirtækja er flutt til sérstakra dómstóla, sem verða yfir ríkisvald hafnir. Neiti ríki að flytja inn hættulegar vörur, til dæmis erfðabreytt matvæli, úrskurðar slíkur dómstóll. Einkaleyfi verða lengd, sem þýðir meðal annars að lyf verða of dýr í lengri tíma. Bankaeftirlit verður minnkað og afnumið allt eftirlitið, sem tekið var upp eftir síðustu kreppu. Neytendavernd og umhverfisvernd verða nánast afnumin. TISA bætir hag hinna 1% ríkustu á kostnað jarðar og mannkyns. Risaskref frá lýðræði til auðræðis.