Risaeðlur vefheima

Punktar

Fésbókin er ekki lýðræði frekar en Mogginn. Markús Sykurbergur ræður ríkjum og þú getur hætt, ef þér ekki líkar. Hann getur kastað þér út af einhverjum yfirskilvitlegum ástæðum og þú ferð bara að blogga eða tísta. Hann ákveður líka, hvort auglýsingar fyrirtækja geti nýtt sér persónu þína eins og hún sést á fésbók. Risaeðlurnar, sem berjast um heimsyfirráð í vefheimum, eru engir englar eða lýðræði. Ekki einu sinni Google, sem þykist þó vera það. Google, Facebook, Apple og Microsoft gera ýmislegt fyrir þig, en allt er það liður í gróðabralli. Passaðu bara, að verða ekki of háður neinni risaeðlu.