Myndað hefur verið fjölmennasta ríkjabandalag heims, Sjanghæ-klúbburinn, þar sem Kína og Rússland eru með nokkrum langtburtistan-ríkjum í Asíu í samkeppni við Bandaríkin. Eins og önnur slík segist það keppa að nýskipan stjórnmála og hagmála, en er í raun bandalag harðstjóra og einræðisherra. Það er andvígt stjórnarandstæðingum af hvaða tagi sem er. Mannréttindi eru blótsyrði í bandalaginu. Það er dæmi um, að vestræn gildi eru ekki að blómstra í heiminum. Hitt dæmið eru Bandaríkin, er hafa vikið frá vestrænum gildum, sem gefa okkar heimshluta reisn.
