Ris og hnig atvinnuleysis

Punktar

Hrunið og atvinnuleysið í byggingariðnaði verður ekki algert. Í fyrsta lagi eru Pólverjar að flýja land. Í öðru lagi munu nokkur þúsund íslenzkra iðnaðarmanna flýja til Norðurlanda. Þar verður þeim vel tekið. Það er ekki að öllu leyti gott mál, en er óhjákvæmilegt og minnkar atvinnuleysið. Eftir mun standa tæplega helmingur mannauðs í byggingaiðnaði. Sá helmingur mun fá vinnu, þegar kemur fram á næsta vor. Flestar atvinnugreinar aðrar munu jafna sig. Ekki þó fjölmiðlarnir, sem eru orðnir gagnslausir þrælar auðs og valda. Og allra sízt Armani-klæddir bankasnillingar. Þeir fá hvergi vinnu.