Ríkisstjórnin nennir ekki

Punktar

Flestir Íslendingar eru í góðum málum. Þeir eru ekki krónískt veikir, eru ekki öryrkjar, ekki gamalmenni og standa ekki andspænis íbúðakaupum, sem þeir ráða ekki við. Þetta fólk er sátt við stöðuna og 35% sætta sig við ríkisstjórn bófaflokks. Gizka má á, að bara 10% séu fátæk, ráði ekki við peningamálin. Þetta eru svo fáir kjósendur, að ríkisstjórnir nenna ekki að sinna þeim. Katrín Jakobsdóttir sagði, að þetta fólk hafi ekki tíma til að bíða. En hún lætur það samt bíða, endalaust. Hún hefur ekki tilfinningu fyrir því, að þetta fólk þjáist. Hér vantar pólitíska sátt um lágmarkslaun, bætur og/eða borgaralaun upp á 400.000 krónur á mánuði.