Ríkisstjórn og kerfisþursar

Punktar

Sverrir Stormsker skrifaði fína grein í Moggann í gær. Sýndi fram á, að ríkisstjórn og kerfisþursar hugðust misnota nafn Evu Joly. Ráða hana, en ekki taka mark á henni. Starfsemi hennar var haldið í fjársvelti. Hún fékk ekki skrifstofu og aðstoðarmaður hennar fékk ekki kaup. Hlupu svo upp til handa og fóta, þegar hún kvartaði eftir þriggja mánaða tafir, vegartálma og hindranir. Kerfið skelfist bara dagsljósið og Kastljósið og Egil Helgason. Af hálfu stjórnar og kerfisþursa átti Eva Joly bara að vera til sýnis. Nú er rógsvélin komin í gang, Ólína Þorvarðar, Sigurður Guðjóns og Jón Kaldal.