Ríkisstjórn í skotlínu

Punktar

Gott var, að Vilhjálmi tókst að mynda meirihluta í Reykjavík og binda enda á langvinnan valdaferil Reykjavíkurlistans og arfaflokka hans. Mikilvægasta markmið stjórnmála í lýðræði er að skipta um valdamenn án blóðsúthellinga. Nú má vænta nýrra strauma og meiri atorku í borgarmálum, en sósíallinn verður líklega óbreyttur, samanber vinstri stefnu Sjálfstæðisflokksins. Næsta mál á dagskrá þjóðarinnar er að hrinda meirihlutanum í landsstjórninni, sem hefur verið of lengi við völd og er kominn í sama öngstræti og allir lenda í, er fá að vera of lengi við völd.