Ríkisstjórn hinna ríkustu

Punktar

Með afnámi auðlegðarskatts, lækkun auðlindarentu og lækkun ferðaþjónustu-vasks hefur ríkisstjórnin minnkað ríkistekjur hastarlega. Stefnir heilsugæzlu og velferð í hættu. Herðir svo haustakið í haust, þarf að eiga fyrir ráðgerðum niðurskurði á lúxusvöru-vaski. Því verður enn hert hengingaról heilsugæzlu og velferðar, jafnvel menntunar. Hún mun auka kostnað sjúklinga og gamlingja, öryrkja og námsmanna. Stefnir að einkavæðingu sjúkdóma og fátæktar að amerískri fyrirmynd. Æ fleiri verða að neita sér um sjúkrahjálp; eiga ekki fyrir sínum síhækkandi kostnaðarhlut. Fallöxin verður svo hin ráðgerða hækkun matarskatts.