Ríkiseigendur koma

Punktar

Í vor kemst Sjálfstæðisflokkurinn aftur til valda. Þá verður klippt á ferli nýrrar stjórnarskrár. Verður því aldrei framkvæmd. Hindruð verður þjóðareign auðlinda, jafnt vægi atkvæða og persónukjör frambjóðenda. Allt verður eins og áður var, er hópur auðmanna átti ríkið og sáldraði molum til aumingjanna. Á sama tíma bölsótast menn yfir valdagræðgi Evrópu. Hitt er mun sannara, að Evrópusambandið er skárra yfirvald en innlendur bófaflokkur. Því miður er stór hluti þjóðarinnar sleginn pólitískri blindu. Sautján prósent kjósa beinlínis gegn stjórnarskrá og fjöldi annarra lítur á Flokkinn sem sitt KR.