Algerlega fráleitt er, að ríkið ábyrgist lán, sem erlendir fjárfestar og eigendur krónubréfa veita íslenzkum fyrirtækjum. Ef lán fást ekki án ríkisábyrgðar, verður bara svo að vera. Ríkissjóður er skuldsettur upp fyrir haus og hefur enga burði til að ábyrgjast eitt né neitt. Einhver aðili í landinu verður að standa eins og klettur í hafinu. Krafan er hins vegar gott dæmi um frekju blóðsugna, sem sækja að gjaldþrota ríkjum. Hættan er auðvitað sú, að Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn taki undir óskina um ríkisábyrgð. Með öllum tiltækum ráðum verður að hindra, að þessi krafa nái fram að ganga.
