Ríkið selji fíkniefnin

Punktar

Tóbak er óhollt. Ríkið skattar það grimmt og takmarkar sýnileika þess. Á sama hátt skattar ríkið áfengi grimmt og hefur það bara til sölu í þar til gerðum búðum. Sama á ríkið að gera við fíkniefni, skatta þau grimmt og annast sölu. Kannski eru ekki öll fíkniefni óholl, en samt skaðleg á annan hátt. Smygli og svörtu hagkerfi fylgja glæpir. Mafíur hirða offjár og nota til að grafa undan samfélaginu. Spilla til dæmis fyrir vitnaleiðslum. Einfaldasta leiðin til að losna við mafíur er að klippa tekjupósta þeirra. Þess vegna er skynsamlegt að hafa ríkisrekstur á fíkniefnum. Og bæjarrekstur á vændi, það rústar alfonsum.