Reynifell

Frá Fossi á Rangárvöllum til Reyðarvatnsréttar við þjóðveg 264.

Í landi eyðibýlisins Reynifells hefur risið mikil sumarhúsabyggð.

Förum frá eyðibýlinu Fossi suður yfir Eystri-Rangá að Þorleifsstöðum og síðan með norðurhlið Þríhyrnings vestur að Reynifelli. Þaðan vestur að Eystri-Rangá og vestur með ánni að Tunguvaði við mynni Þverár. Förum yfir Rangá á vaðinu og síðan norðvestur yfir þjóðveg 264 á slóð norðvestur meðfram skógræktargirðingu að þjóðvegi 264 við Reyðarvatnsrétt.

18,8 km
Rangárvallasýsla

Nálægir ferlar: Knafahólar, Grasleysufjöll, Hungurfit, Krakatindur, Þríhyrningur.
Nálægar leiðir: Hæringsfell, Tröllaskógur, Kirkjustígur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort