Reyna að hliðra umræðu

Punktar

Viðskiptablaðið og Ásdís Halla Bragadóttir ræða einkarekna heilsuþjónustu eins og gagnrýnin snúist um, að hagnaður sé illur. Gagnrýnin snýst bara alls ekki um það. Hún snýst um, að Sinnum fyrirtæki Ásdísar Höllu veiti lakari þjónustu en hægt er að þola. Fólk grætur undan henni. Og um að hún geri það fyrir hærra verð en þjónustan mundi kosta, ef ríkið veitti hana. Gagnrýnin snýst bara um, að Sinnum sé pilsfaldafyrirtæki undir vernd Steingríms Ara Arasonar öfgaklerks. Raki inn arði með viðbótarkostnaði fyrir samfélagið. Sinnum er dæmi um ástand, sem verður landlægt, þegar bófarnir hafa einkavætt heilsuna. Landspítalinn sveltur og nýjungar settar upp í okurbúlum fyrir auðuga. Slíkt verður stöðvað.