Reykjavík sér á parti

Punktar

Ýmsar kannanir sýna þáttaskil í borgarpólitíkinni. Sjálfstæðismenn hrynja í fylgi frá síðustu kosningum. Fá helming af því, sem var á blómatíma þeirra í borgarstjórn. Hafa engan stuðning af Framsókn, sem mælist varla í borginni. Samtals hafa landsstjórnar-flokkarnir aðeins 27% atkvæða í Reykjavík. Enda er frammistaða þessara flokka á sama tíma í landsmálunum með eindæmum í sögu þjóðarinnar. Annars staðar á landinu hafa þó ekki orðið slík þáttaskil sem í Reykjavík. Víða er Sjálfstæðisflokkurinn sterkur meðal þorpsbúa og Framsókn meðal sveitafólks. Búseta í einangrun mótar snertingu fólks við siðferði.