Reykjavík er hættuleg

Punktar

Economist segir frá fjölþjóðlegri könnun, sem sýnir, að Reykjavík er fjórða hættulegasta borg í heimi. Næst á eftir London, Tallin og Amsterdam. Þetta er samkvæmt lýsingum fórnardýranna. Einn af hverjum fimmtán telur sig hafa orðið að sæta ofbeldi undanfarið ár. Og einn af hverjum fjórtán telur sig hafa verið rændur. Þetta eru aðrar tölur en lögreglan notar, þegar hún segir ástandið fara batnandi. Tölur hennar eru rangar, tilraun til að láta sig líta vel út. Löggur eru nógu margar, en þær eru ekki úti á götu. Þær eru inni á gólfi í greiningarleikjum eða í æfingasal í herlögregluleikjum.