Reykjaskarð

Frá Skarðsá í Sæmundarhlíð um Reykjaskarð að Þverárdal í Laxárdal.

Í Grettissögu segir frá er Grettir og Illugi bróðir hans eru á leið í útlegðina í Drangey: „Er þá sneru þeir til Skagafjarðar og fóru norður Vatnsskarð og svo til Reykjaskarðs og svo Sæmundarhlíð og svo á Langholt. Þeir komu til Glaumbæjar að áliðnum degi.”

Förum frá Skarðsá vestsuðvestur Reykjaskarð meðfram Skarðsá norðan við Grísafell. Norðaustan við Vatnshlíðarhnjúk beygjum við suðvestur um Vestra-Króksskarð og framhjá Flosaskarði í Kálfárdal. Síðan suður í Kálfárdal rétt norðan leiðar um Stóra-Vatnsskarð. Frá Kálfárdal förum við vestnorðvestur meðfram Kálfá að Ógöngum. Þar förum við norðvestur og upp í Kotshnjúksbrekkur og síðan vestur og niður brekkurnar að eyðibýlinu Þverárdal.

14,3 km
Skagafjörður, Húnavatnssýslur

Nálægar leiðir: Sæmundarhlíð, Vatnsskarð, Laxárdalur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort