Reykjanesfjall

Frá Stað á Reykjanesi hringleið um Reykjanesfjall til Staðar á Reykjanesi.

Förum frá Stað norður á Reykjanesfjall um norðurhlíðar Staðardals og síðan austur fjallið nálægt norðurbrún þess, fyrir norðan Mávavatn. Síðan austur um Nónborg og Rjúpnafell og fyrir norðurenda Ísavatns og suður með vatninu að austanverðu. Næst suðsuðvestur með vesturströnd Hamarsvatns og Grundarvatns. Beygjum til vesturs við suðurenda Grundarvatns og förum vestur um Selflóa og Heyárdal og hjá norðurhlið Leynisvatns. Síðan vestnorðvestur fjallið og loks vestur um Staðardal að Stað.

22,9 km
Vestfirðir

Nálægar leiðir: Reykjanes, Barmahlíð.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort